Jökulgrunn 2 – 6

Jökulgrunn 2 – 6, Laugarási, Reykjavík

Um 200 metra gönguleið með útilýsingu og snjóbræðslu er að Hrafnistu, Laugarási í Reykjavík.

Íbúðirnar eru allar tveggja herbergja, samtals 18 íbúðir í þremur stigahúsum sem nýlega hafa verið uppgerðar. Hvert stigahús er með 6 íbúðum á þremur stigapöllum (hæðum). Á milli stigapalla eru tröppur. Engin lyfta er  í húsinu.

Íbúðirnar eru 43 m2 að stærð og þeim fylgja sér geymsla í kjallara.

Íbúðirnar eru vel skipulagðar og henta vel fyrir einstaklinga og hjón / sambýlisfólk.

Góður frágangur er á íbúðunum. Þær skiptast í stofu og eldhús í einu  rými, baðherbergi og svefnherbergi. Í baðherbergi er aðgengileg sturta í gólfhæð og öryggisdúkur á gólfinu en parket annars staðar í íbúðunum.

Í eldhúsi eru nýlegar innréttingar. Hverri íbúð fylgir eldavél, bakaraofn og ísskápur með frystiskáp. Í svefnherbergi og við inngang eru fataskápar.

Í kjallara hvers stigahúss er þvottavél og þurrkari. Ekki er mögulegt að koma þvottavélum fyrir inni í íbúðum.

Snyrtileg lóð er kringum húsið með upphituðum göngustígum. Við suðurgafl hússins er sólpallur.

Sorpgeymsla fyrir alla stigaganga er utanhúss við norður enda hússins .

Jökulgrunn 2 – 6 er upphaflega byggt árið 1972. Við endurgerð þess árið 2014 var ekki mögulegt að gera ráð fyrir fullkomnu aðgengi hreyfihamlaðra. Íbúðirnar henta ekki fólki sem glímir við hreyfihömlun, eða á erfitt með að ganga upp og niður stiga.

 

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja
A 16 45 x

2

 

Hraunvangur 1 – 3

HRAUNVANGUR 1, 3, Hafnarfirði

Við Hraunvang 1 og 3, Hafnarfirði eru tvö þriggja hæða fjölbýlishús, byggð árið 2003, með samtals 64 leiguíbúðum, 32 íbúðir í hvoru húsi. Í húsunum eru lyftur og standa þau á fallegum, grónum stað og víða er fagurt útsýni. Þægilegir gönguleiðir í nágrenninu liggja m.a. um hraunið og niður að sjó. Góður stígur liggur niður að miðbæ Hafnarfjarðar.

Íbúðirnar eru af fjórum mismunandi gerðum og stærðum, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þær eru vandaðar að allri gerð, bjartar með breiðum dyraopum og rennihurðum inná bað- og svefnherbergi. Gólfefni er eikarparket nema á baðherbergi sem er með öryggisdúk.

Í eldhúsi er eikarinnrétting, eldavél með keramikhelluborði, ofn í borðhæð, vifta og uppþvottavél. Ísskápur fylgir ekki.

Í baðherbergi er eikarinnrétting, upphengt salerni með salernisstoð, sturta í gólfhæð (án sturtubotns) og handklæðaofn. Tengt er fyrir þvottavél og barkalausum þurrkara.

Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergi.

Rúmgóðar svalir / verönd fylgja hverri íbúð og sérgeymsla.

Upphitaðar gangstéttir eru við húsin, góð bílastæði og bílageymsla þar sem hægt er að fá leigt bílastæði. Innangengt er á Hrafnistu í gegnum bílageymsluna.

Á jarðhæð er sorpgeymsla þar sem pappír er flokkaður frá almennu sorpi.

Sorplúgur eru staðsettar í stigagangi og á hæðunum við íbúðirnar.

 

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja

A

2 66 86

2

B

30 76 98 2

C

15 76 98 2
D 3 88 114

3

E 2 88 116

3

F 12 113 147

3

 

Boðaþing 22 – 24

BOÐAÞING 22, 24, Kópavogi

Boðaþing í Kópavogi liggur á mörkum bæjar og sveitar.  Útivistarperlurnar við Elliðavatn og Heiðmörk eru í næsta nágrenni. Göngustígar við húsið ertu tengdir göngustígum sem liggja um hverfið.

Í Boðaþingi eru tvö fimm hæða lyftuhús, byggð árin 2010 og 2011, með samtals 95 íbúðum. 47 íbúðir í Boðaþingi 22 og 48 íbúðir í Boðaþingi 24.

Íbúðirnar eru af sex mismunandi gerðum og stærðum, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þær eru vandaðar að allri gerð með breiðum dyraopum og rennihurðum inná bað- og svefnherbergi. Gólfefni er eikarparket nema á baðherbergi sem er með öryggisdúk. Innfelld halógenlýsing er í loftum.

Í eldhúsi er eikarinnrétting, eldavél með keramikhelluborði, blástursofn, vifta, uppþvottavél og tvískiptur ísskápur (kælir og frystir).

Í baðherbergi er eikarinnrétting, upphengt salerni með salernisstoð, sturta í gólfhæð (án sturtubotns) og handklæðaofn. Tengi er fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara.

Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergi.

Rúmgóðar flísalagðar svalir, með opnanlegri gustlokun fylgja hverri íbúð og sér geymsla er á jarðhæð.

Í húsinu er fullkomið öryggiskallkerfi sem er sítengt hjúkrunarvakt Hrafnistu í Kópavogi. Á baði og í svefnherbergi eru fasttengdir öryggishnappar en að auki fá íbúar þráðlausa öryggishnappa sem þeir bera á sér.

Í öllum íbúðum er mynddyrasími tengdur aðalinngangi.

Á jarðhæð er sorpgeymsla þar sem flokkaður er pappír frá almennu sorpi. Sorplúgur eru á hæðunum við íbúðirnar. Einnig er á jarðhæð sameiginlegt þvottahús með þvottavélum og þurrkurum og rafskutlu- og hjólageymsla með rafdrifnum hurða-opnunarbúnaði. Geymsla á jarðhæð fylgir öllum íbúðunum.

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja Geymsla m2
A 38 67 89 2

5,8

B

5 76 101 2 6,4
C 39 89 118 3

6,9

D

5 91 121 3 8
E 4 100 133

3

9,6

F 4 101 133 3

9,8

 

Brúnavegur 9

BRÚNAVEGUR 9, Laugarási Reykjavík

Við hlið Hrafnistu, Laugarási í Reykjavík stendur fjölbýlishús með 24 leiguíbúðum á vegum Naustavarar. Húsið var byggt árið 2006 og stendur á fallegum stað.  Víða er fagurt útsýni út á sjóinn.

Innangengt er úr íbúðunum yfir á Hrafnistu í gegnum tengigang. Á Brúnavegi eru 20 tveggja herbergja íbúðir og 4 stúdíóíbúðir, rúmgóðar og bjartar. Íbúðirnar eru vel skipulagðar með parketi á gólfum nema á baði er öryggisgólfdúkur.

Í eldhúsunum eru fallegar eikarinnréttingar með helluborði, bakaraofni og uppþvottavél. Ísskápur fylgir ekki. Í svefnherbergjum og við innganga eru fataskápar.

Á baðherbergjunum eru einnig eikarinnréttingar, upphengt salerni með stuðningsstoð. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Innfelld halogenlýsing er í loftum og svalir eru yfirbyggðar með gustlokunum. Í sameign er lyfta og sameiginlegt þvottahús með þurrkara og þvottavél.

Sorplúgur eru á hæðunum við íbúðirnar og sorpgeymsla í kjallara þar sem pappír er flokkaður frá almennu sorpi. Öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara.

 

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja
A 4 50 54

Stúdíó

B

3 56 60 2
C 4 58 63

2

D

4 65 71 2
E 1 60 67

2

F

4 74 83 2
G 4 78 85

2