BRÚNAVEGUR 9, Laugarási Reykjavík

Við hlið Hrafnistu, Laugarási í Reykjavík stendur fjölbýlishús með 24 leiguíbúðum á vegum Naustavarar. Húsið var byggt árið 2006 og stendur á fallegum stað.  Víða er fagurt útsýni út á sjóinn.

Innangengt er úr íbúðunum yfir á Hrafnistu í gegnum tengigang. Á Brúnavegi eru 20 tveggja herbergja íbúðir og 4 stúdíóíbúðir, rúmgóðar og bjartar. Íbúðirnar eru vel skipulagðar með parketi á gólfum nema á baði er öryggisgólfdúkur.

Í eldhúsunum eru fallegar eikarinnréttingar með helluborði, bakaraofni og uppþvottavél. Ísskápur fylgir ekki. Í svefnherbergjum og við innganga eru fataskápar.

Á baðherbergjunum eru einnig eikarinnréttingar, upphengt salerni með stuðningsstoð. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Innfelld halogenlýsing er í loftum og svalir eru yfirbyggðar með gustlokunum. Í sameign er lyfta og sameiginlegt þvottahús með þurrkara og þvottavél.

Sorplúgur eru á hæðunum við íbúðirnar og sorpgeymsla í kjallara þar sem pappír er flokkaður frá almennu sorpi. Öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara.

 

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja
A 4 50 54

Stúdíó

B

3 56 60 2
C 4 58 63

2

D

4 65 71 2
E 1 60 67

2

F

4 74 83 2
G 4 78 85

2