Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.

Úr stofu er gengið út á svalir með svalarskjóli. Á gólfum er harðparket nema á baðherbergi. Allar innréttingar eru úr harðplasti. Í eldhúsi er innrétting á einum vegg, bakaraofn í borðhæð, uppþvottavél, keramik helluborð og gufugleypir. Flísalagt er milli efri og neðri skápa. Baðherbergi er flísalagt í hurðarhæð. Allur gólfflötur er flísalagður með hindrunarlausu aðgengi að sturtusvæði. Upphengt salerni, handklæðaofn. Tenging fyrir þvottavél og þurrkara.  Skápar í svefnherbergi, fatahengi í forstofu. Sólbekkir í stofugluggum. Ljóskúplar eru í forstofu, baðherbergi og eldhúsi, þar er einnig ljósstæði undir efri skápum. Geymsla er á jarðhæð.