Boðaþing 22 – 24
BOÐAÞING 22, 24, Kópavogi
Boðaþing í Kópavogi liggur á mörkum bæjar og sveitar. Útivistarperlurnar við Elliðavatn og Heiðmörk eru í næsta nágrenni. Göngustígar við húsið ertu tengdir göngustígum sem liggja um hverfið.
Í Boðaþingi eru tvö fimm hæða lyftuhús, byggð árin 2010 og 2011, með samtals 95 íbúðum. 47 íbúðir í Boðaþingi 22 og 48 íbúðir í Boðaþingi 24.
Íbúðirnar eru af sex mismunandi gerðum og stærðum, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þær eru vandaðar að allri gerð með breiðum dyraopum og rennihurðum inná bað- og svefnherbergi. Gólfefni er eikarparket nema á baðherbergi sem er með öryggisdúk. Innfelld halógenlýsing er í loftum.
Í eldhúsi er eikarinnrétting, eldavél með keramikhelluborði, blástursofn, vifta, uppþvottavél og tvískiptur ísskápur (kælir og frystir).
Í baðherbergi er eikarinnrétting, upphengt salerni með salernisstoð, sturta í gólfhæð (án sturtubotns) og handklæðaofn. Tengi er fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara.
Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergi.
Rúmgóðar flísalagðar svalir, með opnanlegri gustlokun fylgja hverri íbúð og sér geymsla er á jarðhæð.
Í húsinu er fullkomið öryggiskallkerfi sem er sítengt hjúkrunarvakt Hrafnistu í Kópavogi. Á baði og í svefnherbergi eru fasttengdir öryggishnappar en að auki fá íbúar þráðlausa öryggishnappa sem þeir bera á sér.
Í öllum íbúðum er mynddyrasími tengdur aðalinngangi.
Á jarðhæð er sorpgeymsla þar sem flokkaður er pappír frá almennu sorpi. Sorplúgur eru á hæðunum við íbúðirnar. Einnig er á jarðhæð sameiginlegt þvottahús með þvottavélum og þurrkurum og rafskutlu- og hjólageymsla með rafdrifnum hurða-opnunarbúnaði. Geymsla á jarðhæð fylgir öllum íbúðunum.
Gerð íbúðar
|
Fjöldi íbúða |
Stærð m2 netto |
Stærð m2 brutto |
Fjöldi herbergja |
Geymsla m2 |
A |
38 |
67 |
89 |
2 |
5,8
|
B
|
5 |
76 |
101 |
2 |
6,4 |
C |
39 |
89 |
118 |
3 |
6,9
|
D
|
5 |
91 |
121 |
3 |
8 |
E |
4 |
100 |
133 |
3
|
9,6
|
F |
4 |
101 |
133 |
3 |
9,8
|