HRAUNVANGUR 1, 3, Hafnarfirði

Við Hraunvang 1 og 3, Hafnarfirði eru tvö þriggja hæða fjölbýlishús, byggð árið 2003, með samtals 64 leiguíbúðum, 32 íbúðir í hvoru húsi. Í húsunum eru lyftur og standa þau á fallegum, grónum stað og víða er fagurt útsýni. Þægilegir gönguleiðir í nágrenninu liggja m.a. um hraunið og niður að sjó. Góður stígur liggur niður að miðbæ Hafnarfjarðar.

Íbúðirnar eru af fjórum mismunandi gerðum og stærðum, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þær eru vandaðar að allri gerð, bjartar með breiðum dyraopum og rennihurðum inná bað- og svefnherbergi. Gólfefni er eikarparket nema á baðherbergi sem er með öryggisdúk.

Í eldhúsi er eikarinnrétting, eldavél með keramikhelluborði, ofn í borðhæð, vifta og uppþvottavél. Ísskápur fylgir ekki.

Í baðherbergi er eikarinnrétting, upphengt salerni með salernisstoð, sturta í gólfhæð (án sturtubotns) og handklæðaofn. Tengt er fyrir þvottavél og barkalausum þurrkara.

Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergi.

Rúmgóðar svalir / verönd fylgja hverri íbúð og sérgeymsla.

Upphitaðar gangstéttir eru við húsin, góð bílastæði og bílageymsla þar sem hægt er að fá leigt bílastæði. Innangengt er á Hrafnistu í gegnum bílageymsluna.

Á jarðhæð er sorpgeymsla þar sem pappír er flokkaður frá almennu sorpi.

Sorplúgur eru staðsettar í stigagangi og á hæðunum við íbúðirnar.

 

Gerð íbúðar

Fjöldi íbúða Stærð m2 netto Stærð m2 brutto Fjöldi herbergja

A

2 66 86

2

B

30 76 98 2

C

15 76 98 2
D 3 88 114

3

E 2 88 116

3

F 12 113 147

3