Jökulgrunn 2 – 6, Laugarási, Reykjavík
Um 200 metra gönguleið með útilýsingu og snjóbræðslu er að Hrafnistu, Laugarási í Reykjavík.
Íbúðirnar eru allar tveggja herbergja, samtals 18 íbúðir í þremur stigahúsum sem nýlega hafa verið uppgerðar. Hvert stigahús er með 6 íbúðum á þremur stigapöllum (hæðum). Á milli stigapalla eru tröppur. Engin lyfta er í húsinu.
Íbúðirnar eru 43 m2 að stærð og þeim fylgja sér geymsla í kjallara.
Íbúðirnar eru vel skipulagðar og henta vel fyrir einstaklinga og hjón / sambýlisfólk.
Góður frágangur er á íbúðunum. Þær skiptast í stofu og eldhús í einu rými, baðherbergi og svefnherbergi. Í baðherbergi er aðgengileg sturta í gólfhæð og öryggisdúkur á gólfinu en parket annars staðar í íbúðunum.
Í eldhúsi eru nýlegar innréttingar. Hverri íbúð fylgir eldavél, bakaraofn og ísskápur með frystiskáp. Í svefnherbergi og við inngang eru fataskápar.
Í kjallara hvers stigahúss er þvottavél og þurrkari. Ekki er mögulegt að koma þvottavélum fyrir inni í íbúðum.
Snyrtileg lóð er kringum húsið með upphituðum göngustígum. Við suðurgafl hússins er sólpallur.
Sorpgeymsla fyrir alla stigaganga er utanhúss við norður enda hússins .
Jökulgrunn 2 – 6 er upphaflega byggt árið 1972. Við endurgerð þess árið 2014 var ekki mögulegt að gera ráð fyrir fullkomnu aðgengi hreyfihamlaðra. Íbúðirnar henta ekki fólki sem glímir við hreyfihömlun, eða á erfitt með að ganga upp og niður stiga.
Gerð íbúðar |
Fjöldi íbúða | Stærð m2 netto | Stærð m2 brutto | Fjöldi herbergja |
A | 16 | 45 | x |
2 |