Leiguíbúðir Naustavarar á Sléttunni

60 íbúðir eru nú í byggingu við Sléttuveg 25-27. 
Úthlutun íbúða er ekki hafin, skilmálar verða kynntir í seinni hluta apríl.
Íbúðir verða tilbúnar til afhendingar í júní/júlí. 
Boðið verður upp á sveigjanleika með skuldbindingu þegar kemur að afhendingu.

Leiguíbúðir 60+

Leiguíbúðir Naustavarar eru afar góður kostur fyrir 60 ára og eldri. Þar býðst fólki að búa í sjálfstæðri búsetu í sérhönnuðum 55 til 95 fm íbúðum sem eru hluti af lífsgæðakjarnanum og sambyggðar við þjónustumiðstöðina.

Þjónustumiðstöð fyrir alla

Á Sléttunni er starfrækt þjónustumiðstöð, með opnu félags- og tómstundastarfi, sem er ein af hverfismiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þjónustumiðstöðin er opin alla daga vikunnar og þar er í boði ýmis þjónusta, þar á meðal veitingasala, snyrtiþjónusta og heilsuefling.

Þrír flokkar af leigubúðum verða í boði

38 íbúðir eru í flokki A, 15 íbúðir í flokki B og 7 íbúðir í flokki C.

Athugið að úthlutun leiguíbúða er ekki hafin.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Naustavarar í síma 585-9300 og fá þar nánari upplýsingar um allt sem tengist leiguíbúðunum að Sléttuvegi 25-27.

A íbúðir

55 – 69 fm.  •  2 herbergja

B íbúðir

69 – 79 fm.  •  2 – 3 herbergja

C íbúðir

80 – 94 fm.  •  3 herbergja

Sléttan – Kynningarmyndband