Þjónusta

Að okkar mati felast mikil lífgæði í góðri þjónustu og öruggu umhverfi. Við teljum mikilvægt að stutt sé í nauðsynlega þjónustu, svo sem veitingasölu, snyrtiþjónustu og heilsueflingu.

Lífsgæðakjarninn

Lífsgæðakjarni nær bæði yfir húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Með virku samstarfi þeirra sem þar starfa og þangað sækja verður til kjarni sem leiðir af sér góðar stundir með góðu fólki. Margskonar þjónusta er í boði í Lífsgæðakjörnunum og stutt er í þjónustu í nærumhverfi.

Veitingasala og verslun
Holl og góð næring er öllum mikilvæg, sérstaklega eldra fólki sem vill komast hjá miklu matarstússi. Í öllum húsum Naustavarar er innangengt í næsta þjónustukjarna þar sem finna má matsal og veitingasölu. Þar sem hægt er að kaupa hádegismat eða fara á kaffihús. Eins eru litlar verslanir sem selja ýmsan varning. Það er þó mismunandi eftir staðsetningu. 

Heilsuefling og önnur þjónusta
Mikilvægi reglulegrar hreyfingar er óumdeilt og eykur lífsgæði. Naustavör telur mikilvægt að leigutakar hafi góðan aðgang að fjölbreytti heilsueflingu í lífsgæðakjörnunum. Undir heilsueflingu fellur t.a.m. dagdvöl Hrafnistu, milliganga með framkvæmd flensubólusetninga að hausti, sjúkraþjálfun, margskonar heilsurækt og útivist.

Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur
Mikil þægindi eru fólgin í því að geta á auðveldan hátt komist á hárgreiðslustofu eða í fótsnyrtingu. Í Lífsgæðakjörnunum eru starfræktar hárgreiðslustofur og fótaaðgerðastofur sem íbúar Naustavarar hafa aðgang að. Rekstraraðilar eru sjálfstætt starfandi og er verði stillt í hóf.

Hleðslustöðvar
Naustvör er í samstarfi við ON um hleðslustöðvar. Stöðvarnar eru staðsettar við Brúnaveg, Boðþing, Hraunvang og Sléttuveg. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast hjá ON.

Húsnæði Naustavarar

Með því að leigja hjá Naustavör þá losnar þú við öll þau verkefni sem fylgja því að viðhalda og reka húsnæði. Naustavör sér um allt almennt viðhald sem tengist húsnæðinu sjálfu. Innifalið í leiguverði íbúða er eftirfarandi þjónusta.

Þjónustusími Naustavarar
Í þjónustusíma Naustavarar er hægt að óska eftir ýmiskonar aðstoð og þjónustu er varðar íbúðina. Sem dæmi fá upplýsingar, tilkynna bilanir, biðja um peruskipti, panta lykla og fleira. Þjónustusími Naustavarar, 585-9300 er opinn allan sólarhringinn allt árið. Á dagtíma svara starfsmenn skrifstofu Naustavarar. Eftir hefðbundinn vinnutíma sér Securitas um símsvörun. HÉR má sjá verðskrá Naustavarar.

Þjónustustjóri
Hjá Naustavör starfar þjónustustjóri sem sinnir málefnum íbúa. Hann er til að mynda með umsýslu við leigusamninga, auk þess að veita íbúum upplýsingar og aðstoð við ýmis mál. Þjónustustjórinn er með aðstöðu á skrifstofunni þar sem hægt er að hafa samband við hann í þjónustusímann 585 9300. Að auki er hann með reglulega viðveru í húsum Naustavarar. Nánar auglýst á hverjum stað fyrir sig.

Húsvarsla
Húsverðir starfa á dagvinnu og hjálpa til við ýmis viðvik. Til að óska eftir aðstoð húsvarðar þarf að hringja í þjónustusíma Naustavarar, 585-9300. Utan hefðbundins opnunartíma svarar Securitas þjónustusímanum og kallar til bakvakt húsvarða í neyðartilfellum.

Umsjón og viðhald húsnæðis
Naustavör sér um alla umsjón og viðhald húsnæðisins og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim málum. Öll umsjón húsnæðis, til að mynda ræsting, sorpumhirða, umhirða lóðar, púttvalla, bílastæða og göngustíga sem og almennt viðhald utan sem innan, er í höndum Naustavarar.

Leigusamningar
Margskonar umsýsla og snúningar eru í kringum gerð og frágang leigusamninga. Naustavör er umhugað að spara fólki sporin og fækka snúningum leigutaka vegna samninganna. Þjónustustjóri Naustavarar útbýr leigusamninga og sér um alla umsýslu í kringum þá, þar á meðal þing- og aflýsingu. Allir leigusamningar sem Naustavör gerir eru ótímabundnir og með sex mánaða uppsagnarfresti í samræmi við húsaleigulög.

Skrifstofa Naustavarar
Skrifstofa Naustavarar er staðsett á Brúnavegi 9, 104 Reykjavík. Skrifstofan er opin frá 09:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga og 09:00 – 12:00 á föstudögum. Þar er svarað í þjónustusímann á opnunartíma, hægt að leggja inn beiðni um þjónustu og fá upplýsingar.