Algengar spurningar

Hvernig er sótt um?

Hægt er að fylla út umsóknarformið sem er hérna, hafa samband við skrifstofu Naustavarar í síma 585 9300 eða á naustavor@naustavor.is.

Fyrir hverja eru íbúðirnar?

Alla sem eru orðnir 60 ára og eldri og geta búið í sjálfstæðri búsetu.

Hvar eru íbúðirnar?

Í Reykjavík eru íbúðirnar við Brúnaveg 9, Jökulgrunn 2-6, við Sléttuveg 27, Skógarveg 4 og 10. Í Kópavogi við Boðaþing 22-24 og í Hafnarfirði við Hraunvang 1-3 og Boðahlein 4-6. Íbúðirnar eru allar staðsettar við hjúkrunarheimli Hrafnistu og er alltaf innangegnt á milli nema frá Jökulgrunni. Hægt er að sjá yfirlit yfir allar íbúðir HÉR.

Hvað kostar að leigja?

 

Íbúðirnar eru tveggja eða þriggja herbergja og á bilinu 45 m2 til 134 m2. Verðið er mjög misjafnt eftir stærð og staðsetningu íbúðanna. Eins miðast leiguverðið við vísitölu neysluverðs og til að fá nákvæmari upplýsingar um leiguverð hverju sinni, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Naustavarar í síma 585 9300 eða á naustavor@naustavor.is.

Get ég fengið húsnæðisbætur?

Ef þú uppfyllir skilyrði HMS og átt rétt á húsnæðisbótum þá getur þú fengið húsnæðisbætur í íbúðum á vegum Naustavarar. Íbúar þurfa sjálfir að sækja um húsnæðisbæturnar þegar leigusamningi hefur verið þinglýst. Sótt er um á heimasíðu HMS og þar er einnig reiknivél.

Hvað eru íbúðirnar stórar?

Minnstu íbúðirnar eru 45 m2 og þær stærstu yfir 100 m2. Algeng stærð á tveggja herbergja íbúð er u.þ.b. 60 – 75 m2. Þriggja herbergja íbúðirnar eru frá tæpum 90 m2 til um/yfir 100 m2 og allt að 134 m2. Upplýsingar um stæðir íbúðanna er hægt að finna hjá hverri byggingu fyrir sig með því að smella HÉR.

Hvað kostar að fá íbúð?

Greiða þarf staðfestingargjald sem er 350.000.- kr. Sú upphæð gengur upp í tryggingarféð sem er ígildi þriggja mánaða leigu. Eingöngu er um leiguíbúðir að ræða og þarf að greiða tryggingafé.

Hvað er langur biðlisti?

Það er misjafnt eftir stærð og staðsetningu íbúðanna hversu langur biðlistinn er og því erfitt að segja hversu lengi umsækjendur eru á biðlistanum. Það getur verið allt frá nokkrum vikum upp í tvö ár, jafnvel lengur.

Er laus íbúð?

Hægt er að sjá yfirlit yfir lausar íbúðir HÉR.

Hvenær er trygging endurgreidd?

Þegar úttekt á ástandi íbúðarinnar hefur farið fram, engin vanskil eru á leigugreiðslum og aflýsing á leigusamningi hefur farið fram.

Hvernig fer uppsögn fram?

Uppsagnarfrestur er sex mánuðir skv. leigusamningi. Uppsögn þarf að vera skrifleg og berast með sannanlegum hætti fyrir mánaðamót. Þegar leigutaki hefur afhent leigusala íbúðina þá fer fram úttekt á ástandi íbúðarinnar. Leigjandi ber kostnað af endurbótum s.s. málningu og öðru sem ekki telst eðlilegt slit. Leigutaki greiðir leigu þangað til íbúðin hefur verið leigð út aftur í allt að sex mánuði.

Fylgja þrif, umönnun og hjúkrun með íbúðunum?

Nei. Naustavör er ekki með þannig þjónustu. Félagsþjónusta sveitarfélaganna og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veita þjónustu s.s. vegna þrifa, heimahjúkrunar og annars. Sjá nánar undir Algengir Tenglar.

Eru gæludýr leyfð í íbúðunum?

Nei gæludýr eru ekki leyfð í íbúðum Naustavarar

Hvert á að snúa sér ef eitthvað bilar?

Þjónustusíminn 585 9300 er opinn allan sólarhringinn, allt árið. Á opnunartíma skrifstofu svara starfsmenn Naustavarar og þeir koma skilaboðum áfram til umsjónarmanns húseignarinnar. Utan skrifstofutíma svarar Securitas og kallar til bakvakt iðnaðarmanna ef þörf er á.

Hvenær þarf að endurnýja leigusamninginn?

Allir samningarnir eru ótímabundnir og því þarf ekki að endurnýja þá.

Hvað er svalaskjól?

Svalaskjól er gustlokun eða svokölluð B-lokun. Það er lausn sem skýlir fyrir vindi, snjó og regni að mestu leyti eða að hámarki 90%, yfirleitt notuð á svölum. Einungis er mælt með að hafa útihúsgögn og annað sem þolir að standa úti á svölum með svalaskjóli.

Get ég haft húsgögnin mín á svölum með svalaskjóli?

Einungis er mælt með að hafa útihúsgögn og annað sem þolir að standa úti á svölum með svalaskjóli. Svalaskjólið veitir að hámarki 90% vörn gegn vindi, snjó og regni, en er ekki vind- og vatnshelt, þar sem svalirnar eru skilgreindar sem opið óupphitað rými.