Gjaldskrá þjónustu

Leiguverð breytist í samræmi við neysluverðsvísitölu til verðtryggingar og er misjafnt eftir stærð og staðsetningu.
Kostnaður við sameiginlegan rekstur í sameign er innifalinn í leiguverði.

Leigjandi greiðir tryggingafé í upphafi leigutímans og miðast fjárhæð þess við 3ja mánaða leigu.
Tryggingafé er í vörslu leigusala og endurgreiðist við slit leigusamnings með verðbótum en án vaxta, skv. gildandi reglum.

Leigutaki greiðir fyrir rafmagn og hita íbúðar nema í íbúðunum í Jökulgrunni þar sem hiti og rafmagn innifalið í leigunni.

Félagsgjald í DAS-klúbbnum er kr. 900.- á mánuði og innheimtist með leigu.

Húsvörður sinnir viðhaldi eignanna og er sú þjónusta innifalin í leigunni. Greitt er sérstaklega fyrir auka lykla og perur sem skipt er um.

 

Rafeindalykill að inngangi

3.000 kr.

Lykill að íbúð

2.000 kr.

Lykill að póstkassa

2.000 kr.

Flúrpera

1.000 kr.

Halogenpera

700 kr.

Led pera

1.000 kr.

Sparpera

700 kr.

Vinna í hvert sinn

500 kr