Boðaþing 22- 24

Boðaþing í Kópavogi liggur á mörkum bæjar og sveitar.
Útivistarperlurnar við Elliðavatn og Heiðmörk eru í næsta nágrenni.
Göngustígar við húsið eru tengdir göngustígum sem liggja um hverfið.

Lífsgæðakjarni

Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Með virku samstarfi þeirra sem þar starfa og þangað sækja verður til kjarni sem leiðir af sér góðar stundir með góðu fólki.

Með skipulagðri dagskrá og fjölbreyttri þjónustu verður til lífsgæðakjarni í Boðaþingi sem stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.

Í Boðaþingi er innangengt í gegnum tengigang að þjónustumiðstöðinni Boðanum þar sem meðal annars má finna sundlaug, matsal, félagsstarf og fleira.

Innlit í Boðaþing

default
inngangur
Hrafn0320139324
samkomusalur
_MG_9748
_MG_9718
_MG_9792
_MG_9756
_MG_9767
_MG_9785
_MG_9774
Stofa II
Stofa IV
Svalir - útsýni
Verönd I
púttvöllur
IMG9946
default inngangur Hrafn0320139324 samkomusalur _MG_9748 _MG_9718 _MG_9792 _MG_9756 _MG_9767 _MG_9785 _MG_9774 Stofa II Stofa IV Svalir - útsýni Verönd I púttvöllur IMG9946

Þjónusta í nærumhverfi – stutt í lífsins gæði

• Sundlaug og heitir pottar
• Göngustígar og púttvöllur
• Stutt í Guðmundarlund
• Heilsuefling

• Spila- og leshópar
• Samkomusalur
• Fjölbreytt félagsstarf
• Handavinna

Kópavogsbær rekur þjónustumiðstöðina Boðann í Boðaþingi.
Í Boðanum má finna eftirfarandi þjónustu:

• Matsal
• Tækjasal
• Félagsstarf

• Hárgreiðslustofu
• Fótaaðgerðastofu
• Sjúkraþjálfara

Þrír flokkar af leiguíbúðum

Í Boðaþingi eru tvö fimm hæða lyftuhús, byggð árin 2010 og 2011, með samtals 95 íbúðum. 47 íbúðir í Boðaþingi 22 og 48 íbúðir í Boðaþingi 24.
Íbúðirnar eru af sex mismunandi gerðum og stærðum, ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Þær eru vandaðar að allri gerð og skiptast í þrjá eftirfarandi flokka.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um íbúðirnar. Yfirlit yfir lausar íbúðir má finna hér.

 

Flokkur 1

< 70 m2
2 herbergja
Verðbil: 270.000 kr.*

Flokkur 2

71-85 m2
2 herbergja
Verðbil: 320.000 kr.*

Flokkur 3

> 85 m2
3 herbergja
Verðbil: 360.000 – 400.000 kr.*

Smelltu hér til að skoða grunnmynd af Boðaþingi
Nánari upplýsingar á skrifstofu Naustavarar í síma 585-9300 eða naustavor@naustavor.is

*Verð miðað við 1. september 2023. Leiguverð breytist í samræmi við neysluvísitölu til verðtryggingar og er sett fram með fyrirvara um breytingar.

Grunnmynd Boðaþing 22-24

Umsókn um íbúð