Jökulgrunn 2-6
Jökulgrunn stendur í rótgrónu hverfi í Laugarási, Reykjavík.
Stutt er í útivistarsvæði á borð við Grasagarðinn og
Laugardal sem og Laugardalslaugina. Fjölbreytt þjónusta er
í nærumhverfinu.
Jökulgrunn 2-6
Jökulgrunn stendur í rótgrónu hverfi í Laugarási, Reykjavík. Stutt er í útivistarsvæði á borð við Grasagarðinn og
Laugardal sem og Laugardalslaugina. Fjölbreytt þjónusta er í nærumhverfinu.
Lífsgæðakjarni
Með skipulagðri dagskrá og fjölbreyttri þjónustu verður til lífsgæðakjarni í Laugarási sem stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.
Um 200 metra gönguleið með útilýsingu og snjóbræðslu er að Hrafnistu, Laugarási þar sem fjölbreytt þjónusta er í boði. Snyrtileg lóð er kringum húsið með upphituðum göngustígum. Við suðurgafl hússins er sólpallur.

Innlit í Jökulgrunn
Þjónusta í nærumhverfi – stutt í lífsins gæði
- Göngustígar og púttvöllur
- Stutt í Laugardal og Laugardalslaug
- Fjölbreytt félagsstarf
- Heilsuefling
- Handavinna
- Matsalur, kaffihús og bar
- Tækjasalur
- Félagsstarf
- Verslun
- Hárgreiðslustofa
- Fótaaðgerðastofa
- Sjúkraþjálfun

Flokkun íbúða
Íbúðirnar eru allar tveggja herbergja, samtals 18 íbúðir í þremur stigahúsum. Hvert stigahús er með 6 íbúðum á þremur stigapöllum (hæðum). Á milli stigapalla eru tröppur. Engin lyfta er í húsinu.
Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um íbúðirnar. Yfirlit yfir lausar íbúðir má finna hér.
Flokkur 1
2 herbergja
Verðbil: 155.000-165.000
Smelltu hér til að skoða grunnmynd af Jökulgrunni 2-6
Nánari upplýsingar á skrifstofu Naustavarar í síma 585-9300 eða naustavor@naustavor.is
*Verð miðað við 1. september 2021. Leiguverð breytist í samræmi við neysluvísitölu til verðtryggingar og er sett fram með fyrirvara um breytingar.
Grunnmynd Jökulgrunns 2-6
