Öryggi

Naustavör er annt um öryggi íbúa sinna og kappkostar við að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi þeirra. Slíkt er gert með fjölbreyttum hætti, þar má helst nefna vöktun og þjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þjónustusími Naustavarar
Þjónustusími Naustavarar, 585 9300 er til staðar þegar eitthvað bilar eða skemmist. Sama á um ábendingar um hvaðeina sem betur má fara. Starfsmenn taka á móti beiðnum til húsvarða og iðnaðarmanna og er lögð áhersla á að sinna öllum beiðnum eins fljótt og örugglega og unnt er. Þjónustusíminn er opinn allan sólarhringinn allt árið. Á dagtíma svara starfsmenn skrifstofu Naustavarar, en eftir hefðbundinn vinnutíma sér Securitas um símsvörun og í neyðartilfellum getur Securitas kallað til bakvakt iðnaðarmanna.

Húsvarsla
Þurfi íbúar á hjálp að halda við ýmis viðvik þá eru starfandi húsverðir í dagvinnu. Til að óska eftir aðstoð húsvarðar þarf að hringja í þjónustusíma Naustavarar, 585 9300 og leggja inn beiðni um aðstoð. Komi upp neyðartilfelli utan hefðbundins dagvinnutíma, þá svarar Securitas þjónustusímanum og kallar til bakvakt iðnaðarmanna.

Öryggiskerfi
Til að tryggja öryggi íbúa eru öryggiskerfi til staðar í íbúðum Naustavarar. Í öllum íbúðunum er brunaviðvörunarkerfi sem öryggisfyrirtæki vaktar. Komi upp atvik bregst öryggisfyrirtækið við og kallar til viðbragðsaðila eftir þörfum.

Öryggishnappar
Til að auka öryggi innan veggja heimilins er ákjósanlegt að vera með öryggishnapp. Slíkt getur veitt íbúum og aðstandendum þeirra aukna hugarró. Komi eitthvað upp á þá er einfalt og fljótlegt að kalla til hjálp með öryggishnappinum. Naustavör er í samstarfi við Securitas sem býður upp á öryggishnappa á sérkjörum. Nánari upplýsingar hjá Securitas s. 580 7000.

Aðgengismál
Mjög mikilvægt er að gott aðgengi sé í íbúðum Naustavarar. Þær eru því sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga. Lögð er áhersla á öryggi, forvarnir og innangengi. Í öllum húsunum eru lyftur og allsstaðar innangengt yfir á næsta Hrafnistuheimili. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota t.d göngugrind eða hjólastól.

Ótímabundnir leigusaminingar
Örugg búseta er mikilvæg öllum, því eru leigusaminngar ótímabundnir og í samræmi við húsaleigulög með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti.

Sveigjanleiki
Mögulegt er að bjóða leigutökum að flytja sig á milli íbúða eftir að leigusamningur hefur verið gerður. Það er gert með því skilyrði að leigutaki gangi að skilmálum við skil á fyrri íbúð og tryggi greiðslu beggja íbúða þar til að að fyrri íbúð hefur verið leigð, þ.e. allt að sex mánuðum skv. leigusamningi.