Leiguskilmálar

Helstu leiguskilmálar Naustavarar ehf.

 

Leiguíbúðir Naustavarar eru leigðar á almennum markaði og geta allir skilvísir leigurtakar, eldri en 60 ára sem standast lánshæfismat Credit info og eru með hreint sakarvottorð, gert leigusamning við Naustavör.

Áskilinn er réttur til að krefjast framvísunar á lánshæfismati Credit Info og sakarvottorði áður en leigusamningur er gerður.

Gerður er ótímabundinn leigusamningur í samræmi við húsaleigulög með gagnkvæmum 6 mánaða uppsagnarfresti.

Leigutaki skal leggja fram tryggingafé sem nemur 3ja mánaða greiðslu, sem leigusali geymir og endurgreiðir með verðbótum í lok leigusamnings. Ekki er tekið við bankatryggingum sem tryggingafé þar sem leigusamningarnir eru ótímabundnir.

Gert er skilyrði að leigutakar sjái um sig sjálfir innan íbúðar og geti þ.a.l. búið sjálfstætt, en nálgist sjálfir aðstoð eftir þörfum frá viðeigandi aðilum (heimaþjónustu, heimahjúkrun eða heilsugæslu).

Fyrir allar íbúðir gilda umgengnisreglur sem útgefnar eru af Naustavör ehf.

Ekki er heimilt að vera með gæludýr í íbúðum Naustavarar.

Mögulegt er að bjóða leigutökum að flytja sig á milli íbúða eftir að leigusamningur hefur verið gerður. Það er gert með því skilyrði að leigutaki gangi að skilmálum við skil á fyrri íbúð og tryggi greiðslu beggja íbúða þar til að að fyrri íbúð hefur verið leigð, þ.e. allt að sex mánuðum skv. leigusamningi.

 

Leiga fyrir íbúðina er greidd einu sinni í mánuði og breytist mánaðarlega með neysluverðsvísitölu. Leigufjárhæðin innifelur eftirfarandi kostnaðarliði:

 • Sérafnot af íbúð ásamt sameiginlegum aðgangi að sameign og útivistarsvæði.
 • Rekstur og eftirlit með lyftum, rafmagnshurðum og aðgangsstýrikerfum.
 • Ræsting sameignar, sorp, umhirða sorps, og annar rekstur sameignar eins og t.d. peruskipti, hiti og rafmagn í sameign.
 • Umhirða lóðar, göngustíga og bílastæða.
 • Húsvarsla virka daga.
 • Þjónustusími opin allan sólarhringinn.
 • Bakvakt húsvarða allan sólarhringinn.
 • Þráðlaus internet tenging í íbúð (aðeins á Sléttuvegi).
 • Brunaviðörunarkerfi með vöktun og viðbragði öryggisfyrirtækja.
 • Öryggiseftirlit.
 • Fasteignagjöld, brunatrygging og fasteignatrygging.
 • Aðild að DAS klúbb, frístunda og afþreyingarklúbb.
 • Umsjón með þinglýsingu leigusamninga.
 • Merkingu íbúða og á póstkassa.
 • Með íbúð fylgja ljóskúplar í loftum í baðherbergi, forstofu og eldhúsi (öll ljós í Boðaþingi).
 • Með eldhúsi fylgir eldavél, ofn og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu (auk ísskáps í Boðaþingi).
 • 2 sett af lyklum íbúðar, geymslu, póstkassa og anddyris.

Margar íbúðir eru með svalaskjól. Þá er gengið úr stofu út á svalir með svalaskjóli sem veitir vörn gegn vindi, snjó og regni, en er ekki vind- og vatnshelt, þar sem svalirnar eru skilgreindar sem opið óupphitað rými. Einungis er mælt með að hafa útihúsgögn og annað sem þolir að standa úti á svölum með svalaskjóli.

Utan leigusamnings sem ekki er innfalið í leigugreiðslum er:

 • Hiti og rafmagnskostnaður íbúðar. Hiti greiddur hlutfallslega skv. eignaskiptasamningi, en rafmagn skv. mæli.
 • Bílastæði sem leigja skal sérstaklega. Bílastæði verða sérmerkt íbúð, sbr. aukasamning (aðeins á Sléttuvegi).
 • Bílastæðahús (aðeins í Hraunvangi)
 • Gardínur sem leigutaki leggur til og tekur niður í lok leigutíma.
 • Þinglýsingargjald leigusamnings skv. gjaldskrá Sýslumanns.
 • Heimilistæki í eldhús og bað, s.s. eins og ísskápur, þvottvél og þurrkari.
 • Heimaþjónusta, heimahjúkrun og heilsugæsla.
 • Neyðarhnappur.
 • Þjónusta inn í íbúð, s.s. eins og aukalyklar, peruskipti, aðstoð iðnaðarmanna eða tæknimanna.
 • Heimilistrygging innanstokksmuna íbúðar.

Við lok leigusamnings:

 • Leigutaki sendir inn formlega undirritaða uppsögn.
 • Leigutaki tilkynnir skrifstofu Naustavarar þegar lyklum er skilað og íbúð afhent. Á þeim tíma tekur húsvörður við íbúð og gerir úttekt og skilar um það skýrslu.
 • Leigutaki skilar íbúð í sama ástandi og tekið er við henni að teknu tilliti til eðlilegs slits.
 • Skila skal íbúð hreinni við afhendingu.
 • Í lok leigutíma skal skila íbúð nýmálaðri eins og tekið er við henni. Naustavör annast það, en leigutaki greiðir fyrir málningu og vinnu við lokauppgjör.
 • Uppsagnarfrestur er sex mánuðir og greiðir leigutaki leigu af íbúð þar til að hún hefur verið endurleigð í allt að sex mánuði.
 • Naustavör skilar uppgjöri til leigutaka í lok leigusamning og endurgreiðir það sem leigutaki á eftir af tryggingarfé.