SLÉTTUVEGUR – BÓKAÐU SKOÐUN

 

Naustavör býður áhugasömum að bóka skoðun á sýningaríbúð dagana 8., 9. eða 11. maí n.k., en vegna tveggja metra fjarlægðarreglunnar verður dagskrá þess mjög hnitmiðuð. Hámark fjórir geta komið saman í hóp, en tekið verður á móti hverjum hópi á tilsettum tíma fyrir framan anddyri íbúðanna á Sléttuvegi 27.

Tímalengd hvers hóps verður takmörkuð í sýningaríbúð, en eftir skoðun íbúðar gefst tækifæri til fundar þar sem afhentir verða bæklingar og nánari upplýsingar um íbúðir.

Hér að neðan er mögulegt að bóka skoðunartíma á sýningaríbúð með því að velja lausan tíma. Mikilvægt er að fylla út skráningarformið og bókunin verður staðfest með sms skilaboðum í það farsímanúmer sem gefið er upp í bókuninni.

Til að nýta tímann sem best fyrir skoðun 8. eða 9. maí bendum við þér á að allar nánari upplýsingar um hverja íbúð má finna á naustavor.is/slettan.

Einnig mælum við með því að allir kynni sér skilmála leigusamninga en þær upplýsingar eru aðgengilegar á naustavor.is/leiguskilmalar.

Smelltu á neðangreinda þjónustu til að velja lausan tíma í skoðun.
Ef bókunin hér fyrir neðan hentar illa má smella HÉR til að bóka.