Um Naustavör

Naustavör er óhagnaðardrifið leigufélag sem var stofnað árið 2001 í þeim tilgangi að byggja, og bjóða upp á sérútbúið húsnæði, með aðgengi að þjónustu og afþreyingu sem hentar sérstaklega vel fólki frá 60 ára aldri. Myndi félagið hagnað er honum varið í frekari uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu en arður er ekki greiddur til eigenda.
Naustavör er í eigu Sjómannadagsráðs og er eitt af helstu hlutverkum Sjómannadagsráðs að vera leiðandi í öldrunarþjónustu á landinu.

Hjúkrunarheimili Hrafnistu eru einnig í eigu Sjómannadagsráðs og er gott samstarf á milli Naustavarar og Hrafnistu, enda eru allar leiguíbúðirnar í næsta nágrenni við Hrafnistuheimilin. Gott aðgengi er innanhúss á milli íbúðanna og hjúkrunarheimilanna.

Ein stærsta fjáröflunarleið Sjómannadagsráðs er Happdrætti DAS og hefur það fjármagn gert Sjómannadagsráði kleift að byggja upp fjóra lífsgæðakjarna. Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Með virku samstarfi þeirra sem þar starfa og þangað sækja verður til kjarni sem leiðir af sér góðar stundir með góðu fólki.

Við leggjum áherslu á öruggt og áreiðanlegt húsnæði sem sniðið er að þörfum þeirra sem dregið hafa úr eða látið af störfum og viljum stuðla að því að íbúar Naustavarar njóti aukinna lífgæða á efri árum.
Allt húsnæði Naustavarar styður við sjálfstæða búsetu, veitir greiðara aðgengi að afþreyingu, tómstundum og fjölbreyttri þjónustu í öruggu umhverfi á efri árum. Með því trúum við að hver og einn getið haldið sjálfstæði svo lengi sem kostur er, samhliða úrræðum sem í boði eru hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna og heilbrigðisþjónustu opinberra aðila.

Okkar gildi eru öryggi, afþreying og þjónusta með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.

Staðsetning lífsgæðakjarna

Hér má sjá staðsetningu lífsgæðakjarna Sjómannadagsráðs á höfuðborgarsvæðinu.

Saga Naustavarar

2001 –              Naustavör stofnað af Sjómannadagsráði.
2004 –              64 leiguíbúðir teknar í notkun við Hraunvang í Hafnarfirði.
2007 –              24 leiguíbúðir teknar í notkun við Brúnaveg í Reykjavík.
2010 2012    95 leiguíbúðir teknar í notkun við Boðaþing í Kópavogi.
2014 –              18 leiguíbúðir teknar í notkun við Jökulgrunn í Reykjavík.
2020 –              60 leiguíbúðir teknar í notkun á Sléttuvegi í Reykjavík.
2024 –              Áætlað að taka í notkun 80 leiguíbúðir við Skógarveg í Reykjavík.

Stjórn Naustavarar

Stjórn Naustavarar ehf. skipa:

Aríel Pétursson, formaður
Jónas Garðarsson
Oddur Magnússon

 

Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna með því að hafa samband við skrifstofu Naustavarar í síma 585-9300 og naustavor@naustavor.is. Aldís Einarsdóttir er þjónustustjóri og framkvæmdastjóri er Þröstur Söring.