Nýjustu tíðindi

Skógarvegur 4 og 10

Vinna hófst í ágúst 2022 við byggingu 87 leiguíbúða fyrir eldri 60 ára og eldri við Skógarveg 4 og 10. Um er að ræða annan áfanga verkefnisins „Lífsgæðakjarni við Sléttuveg og Skógarveg“, sem er lokaáfangi uppbyggingar leiguíbúða fyrir þennan aldurshóp sem tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni.

Íbúðirnar verða á stærðarbilinu 55-90 m² en þrjár verða um 115 m². Byggð verða tvö aðskilin hús, þriggja til fimm hæða, ofan á sameiginlegan bílakjallara. Innangengt verður á milli bygginga á neðstu íbúðarhæðinni og innangengt verður einnig yfir í félags- og þjónustumiðstöðina Sléttuna.

Stefnt er að fyrri hluti verkefnisins, 39 íbúðir, verði tilbúnar um mitt ár 2024 og síðari hlutinn, 48 íbúðir, klárist í byrjun nóvember 2024. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið um áramótin 2024-2025. Framkvæmdirnar eru á vegum Sjómannadagsráðs. THG arkitektar hönnuðu húsin og samið hefur verið við byggingafyrirtækið Þarfaþing sem skilar íbúðunum fullfrágengnum. Íbúðirnar verða leigðar út af Naustavör, dótturfyrirtæki Sjómannadagsráðs.

 

 

 

 

 

 

Fleiri tíðindi